Frí heimsending þegar verslað er yfir 10.000 kr. eða meira, allt að 20 kg.
Menu
Innkaupakarfa
Engar vörur í körfu.

Um Eirberg - About us in English

Eirberg er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem byggir þjónustuna á faglegum grunni og vönduðum vörum.

Markmið okkar eru að efla heilsu, auka lífsgæði, auðvelda störf og daglegt líf.

Gildin okkar

Lífsgæði, heilsefling og meðvitaður lífsstíll

Þjónusta okkar og vörur styðja heilsueflingu og meðvitaðan lífsstíl sem auðvelda störf og daglegt líf.

Við leggjum áherslu á vandaðar vörur sem auðvelda hreyfingu og útivist, auðga daglegt líf og stuðla að umhverfisvænum lífsstíl.

Eirberg leitast við að vörur og rekstur fyrirtækisins styðji við sjálfbærni, umhverfisvernd og meðvitaðan lífsstíl.

Umhyggja, hlustun og lífsgæði

Við berum umhyggju fyrir vellíðan viðskiptavina okkar, hlustum og veitum góða þjónustu.

Við njótum þess að mæta þörfum viðskiptavina okkar með góðri ráðgjöf og leggjum okkur fram við að hjálpa fólki að auka lífsgæði sín.

Við mætum hverjum og einum viðskiptavini þar sem hann er og finnum í sameiningu leiðir sem gera viðskiptavininum kleift að njóta sín og eigin heilsu.

.

Verslun Eirbergs Stórhöfða 25

Verslun Eirbergs hefur nokkra sérstöðu hvað vöruval og gæði snerta þar sem góð upplifun viðskiptavina er okkur mikilvæg. Lögð er áhersla á eiginn innflutning og sölu vandaðra vara: til að efla heilsu og almenn lífsgæði; fyrir útivist og umhverfisvænan lífsstíl; ásamt búnaði og stuðningsvörum sem auðvelda daglegt líf og styðja heilsumarkmið einstaklinga. Næg bílastæði eru fyrir framan inngang verslunar með greiðu aðgengi fyrir viðskiptavini.

Vefverslunin eirberg.is býður 365 daga skilarétt og fría sendingu ef verslað er í vefverslun að upphæð hærri en 10.000 kr. og pöntun er innan við 20 kg. Athugið frí heimsending er eingöngu í boði fyrir vefpantanir.

Hvenær er opið? 

Sagan

Eirberg ehf. er rótgróið fjölskyldufyrirtæki sem á rætur að rekja til Ó. Johnson og Kaaber ehf. (stofnað 1906) og Hjálpartækjabankans, en ÓJ&K og Össur hf. stofnuðu Eirberg í lok árs 2000 þegar Heilbrigðisvörudeild ÓJ&K og Hjálpartækjabanki Össurar runnu saman í eitt fyrirtæki sem ætlað var að sækja fram á heilbrigðissviði og útvíkka sameinaða starfsemi með auknu vöruframboði.

Agnar H. Johnson gegndi stöðu stjórnarformanns frá stofnun og tók nokkru síðar einnig við starfi framkvæmdastjóra. Hann er nú aðaleigandi og starfandi stjórnarformaður, Kristinn A. Johnson er framkvæmdastjóri og Rannveig Guðmundsdóttir er fjármálstjóri.

Síðar var Stuðlaberg heilbrigðistækni ehf. stofnað og tók við starfsemi Heilbrigðissviðs Eirbergs 1. janúar 2018, en Eirberg setti fókusinn á  vörur til útiveru, hreyfingar, heilsueflingar og bættra lífsgæða.

Nafnið Eirberg er samsett orð sem kemur úr norrænni goðafræði en þar segir frá lækningagyðjunni Eir sem var ein af meyjum Menglaðar. Menglöð, sú hin sólbjarta, hefst við á Lyfjabergi með meyjum sínum þar sem sárir og sjúkir fengu lækningu meina sinna. Eir er hjálpin í neyð og heitið á hana til lækninga - sú sem eirir eða hlífir. Til gamans má benda á að Lyfjaberg er yfirleitt sýnt sem stuðlaberg.

ENGLISH

Eirberg ehf. was founded in December 2000 with the merger of ÓJ&K's Health Products Division (established 1906) and Hjálpartaekjabankinn, established 1975 by the Icelandic Red Cross and Sjálfsbjörg (national federation for physically disabled people).

Eirberg is a well known name in Iceland and operates a popular retail store at Stórhöfdi Reykjavik. Our webstore is growing every year. Eirberg provides health-promoting products and services aimed at enhancing people's health and well-being. The company is committed to being at the forefront of its industry, building Eirberg's reputation on the foundations of quality and outstanding service.

Eirberg ehf. and its sister company Studlaberg Health Technology ehf. are distinguished entities with a shared commitment to excellence, professional service, and enhancing the well-being of individuals. Both companies boast a rich heritage and a strong foundation of professional expertise. They operate with a synergistic approach, sharing office space and support functions to streamline operations. Together, these companies represent a formidable presence in the health and medical market in Iceland, dedicated to improving the quality of life through various health-related products. Studlaberg serving both the professional sector and the wider public, offering premium products alongside expert advice. The team at Studlaberg comprises nurses, occupational and physical therapists, developmental therapist and other specialists in welfare technology.

Eirberg stands for quality and professional service

For further information please send us an E-mail at eirberg@eirberg.is or contact us by telephone +354 569 3100