Eykur vellíðan, hugarró og bætir slökun
Vandað 150x100cm 4,5 kg. þyngingarteppi úr mjúku microflísefni.
Eitt mikilvægasta skynfæri okkar er húðin.
Við skynjum með snertingu.
Boð eru send til heilans sem hjálpa okkur að skynja og upplifa eigin líkama.
HoMedics þyngingarteppin veita stöðuga örvun á húð, vöðva og liðamót.
Þessi upplifun veitir öryggi, dregur úr vanlíðan, eykur líkamsskynjun og virkar róandi.
Samkvæmt rannsókn sem unnin var í Syddansk Universitet í Odense
hefur notkun á þyngingarábreiðum bætt svefn barna með ADHD,
þau eiga auðveldara með að sofna og svefninn er samfelldari, einnig dró úr óróleika og einbeitingarskorti.
Þyngingarteppin nýtast mörgum börnum með ADHD
og öðrum sem eiga erfitt með að sitja róleg.